Kókosbomba
Botn
Marensbotn eða hvaða botn sem fólk vill t.d makkarónukökur muldar, kókosbotn, döðlubotn.
Ávextir
Jarðaber, vínber, kíwi,bláber ( ekki banana og appelsínur).
- ½ líter Rjómi
- Daim kúlur
- 6 stk kókosbollur
Kökubotn mulinn niður í botn á móti. Rjómi settur yfir. Ávextir brytjaðir niður og settir í skál. Malibu(líkjör) hellt yfir og látið bíða í 5 mín. Ávextir settir yfir rjómann. Rjóminn settur aftur yfir ávextina. Kókosbollur marðar yfir rjómann og loks eru Daim kúlur brotnar og stráð yfir.. Gott að gera 4 tímum áður en borðað er.
Þessa uppskrift sendi Kolbrún Marelsdóttir á facebook
You must be logged in to post a comment.