Sörur
- 600 gr Hýðismöndlur
 - 500 gr flórsykur
 - 10 Eggjahvítur
 - 2 ½ dl vatn
 - 2 ½ dl sykur
 - 10 eggjarauður
 - 500 gr smjör
 - 3 tsk kakó
 - 1 tsk skyndikaffiduft
 - 8 plötur rautt opal hjúpsúkkulaði
 
Handmala möndlur,flórsykur blandað saman við. Eggjahvítur stífþeyttar og blandað saman við varlega. Kökum sprautað á bökunarplötu í litlar kökur. Bakað við 180° ca 10  15 mín.
Krem:
Eggjarauður stífþeyttar, vatn og sykur soðið í sýróp (ca 8 mín á fullri suðu) kælt. Þessu hellt í langri bunu út í stífþeyttar eggjarauðurnar og hrært áfram þar til skálin er orðin köld. Þá er smjörið sett saman við í þunnum sneiðum og hrært, þá er kakó og kaffiduft sett saman við. Kremið kælt og borið á botnana á kökunum. Kökurnar settar í frysti í smá stund. Að síðustu er kökunum (krem megin) dýft í brætt súkkulaði.
Þessa uppskrift sendi Kolbrún Marelsdóttir á   facebook
You must be logged in to post a comment.