Sörur (Andrea)

Botnar:

  • 600 gr. Möndlur
  • 500 gr. Flórsykur
  • 11 – 12 stk. Eggjahvítur

Krem:

  • 11 – 12 stk. Eggjarauður
  • 2 ½ dl. Strásykur
  • 2 ½ dl. Vatn
  • 500 gr. Smjör (mjúkt)
  • 3 msk. Kakóduft
  • 1 msk. Neskaffi


Botnar:
Möndlurnar malaðar, ekki í duft.
Flórsykur sigtaður og bætt í.
Eggjahvítur stífþeyttar og blandað varlega saman við.
Sett með teskeið á bökunarplötu klædda smjörpappír og bakað við 180°C í u.þ.b. 10 mín.
Ef notaður er blástursofn hafið þá hitann 160°C.
Krem:
Sjóðið vatn og sykur í einskonar síróp, þar til sykur leysist alveg upp.
Eggjarauður þeyttar og sírópinu hellt heitu í mjórri bunu út í.
Þeytið vel á meðan blandan kólnar, uns hún er létt og ljós.
Sigtið kakó og kaffiduft og hrærið saman við mjúkt smjörið svo verði kekkjalaust og bættið því saman við eggjablönduna.
Smyrjið kreminu á botnana á kökunum og frystið.
Þegar kökurnar eru orðnar vel stýfar er kremhlutanum dýft í súkkulaðihjúp sem er gerður úr góðu hjúpsúkkulaði sem er brætt yfir vatnsbaði og haft rétt volgt svo hjúpurinn verði ekki of þunnur. Geymast vel í frysti.