Bounty toppar

  • 50 gr smjörlíki
  • 1,5 dl sykur
  • 2 egg
  • 4 dl kókosmjöl
  • 2 tsk kartöflumjöl
  • 1 dl hveiti
  • 4 pakkar bounty súkkulaði


þeytið vel saman smjör og sykur hrærið eggjunum varlega saman við síðan kókosmjölinu, hveitinu og kartöflumjölinu setjið bountyin í matvinnsluvél og bætið þeim svo varlega saman við setjið með skeið á bökunarplötu, bakið 12 mín við 175°c eða þar til þær eru fallega brúnaðar.
Þessa uppskrift sendi Jóhannes Jörundsson á facebook