Laufabrauð Þorfinnu

  • 1 kg hveiti
  • 4 1/2 tsk salt
  • 4 msk sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/8 tsk hjartasalt
  • 1/8 natron (matarsódi)
  • 800 ml mjólk
  • 2 msk kúmen
  • 100 gr smjörlíki


Mjólk, smjörlíki og kúmen hitað að suðu og látið standa í smá stund.
Deigið hnoðað upp og rúllað í pylsu.
Látið standa í viskastykki í 10-15 mínútur.
Deigið er skorið í 40-45 gr. kúlur, flatt mjög þunnt út og hringlótt kaka skorin út.
Eftir að búið er að skera í kökurnar er ISIO 4 olía hituð í víðum potti eða pönnu og hver kaka steikt.
Gott er að nýta afskurðinn af kökunum til að kanna hvort olían er nógu heit (einnig eru Lufsurnar mjög góðar 🙂