Hreindýramedalíur með bláberjasósu

Hreindýralund eða fillet, 200 gr. á mann.
Bláberjasósa:

  • 1/2 l soð
  • 2 dl rjómi
  • 1 dl bláberjasulta
  • 100 g fersk bláber
  • smjörbolla (30 g smjörlíki, 30 g hveiti)


Hreindýrið:
Skorið í medalíur og þær vafðar með beikonsneið sem er fest með tannstöngli.
Kryddað létt með salti og pipar.
Medalíurnar eru síðan brúnaðar á pönnu og settar í 180°C heitan ofn í 6 til 8 mín.
Bláberjasósan:
Bakið upp soðið með smjörbollu, bætið í rjóma og sultu. Smakkið til.
Bætið bláberjum í rétt áður en sósan er borin fram.
Berið fram með bakaðri kartöflu.