Villibráðar Carpaccio

Hreindýravöðvi eða gæsabringur lagðar í saltpækil

  • 4 msk sykur
  • 3 dl gróft maldon salt

og kjötið hulið í 3 klst. og síðan velt upp úr kryddblöndu

  • 1 msk. pipar
  • 1 msk. rósmarín
  • 1 msk. timian
  • 1 msk. basilika
  • 1 msk. estragon
  • 1 msk. gul sinnepsfræ
  • 1 msk. dillfræ
  • 1 msk. villijurtir

Bláberjasósa

  • 2 dl bláberjasulta
  • 2 msk. balsamik edik
  • 2 msk. púrtvín
  • 1 msk. ferskt timian
  • ½ tsk. pipar
  • 2 dl olía


geymt í kæli í 48 klst. og svo sett í frysti nokkrar klst. áður en notað, til að auðvelda skurðinn. Skorið eins fínt og hægt er og smurt á disk.
Borið fram með bláberjasósu, basilikum laufi, rifnum parmesan osti, söxuðum sólþurrkuðum tómötum og ristuðum furuhnetum. Má setja smá dreytil af extra virgin ólífu olíu yfir kjötið ef vill.