Kryddjurtaborgari með salsa.

Salsa með lárperu og kóríander

  • 1 lárpera , vel þroskuð
  • 2-3 tómatar , vel þroskaðir
  • 1/2 chilialdin , rautt
  • 1/2 knippi kóríanderlauf
  • safi úr 1/2 límónu
  • 1 msk ólífuolía
  • salt

Kryddjurtaborgari með salsa

  • 600 g kjöthakk , gjarna blanda af nauta- og svínahakki
  • 1 rúnnstykki , kjallarabolla eða þykk brauðsneið
  • börkur af 1 sítrónu
  • 1 hvítlauksgeiri
  • kryddjurtir eftir smekk, t.d. Basilíka, rósmarín, timjan
  • 1 egg
  • pipar , nýmalaður
  • salt
  • hamborgarabrauð
  • sýrður rjómi


Leiðbeiningar Salsa : Afhýðið lárperuna, fjarlægið steininn og skerið aldinkjötið í bita. Skafið fræin úr tómötunum og skerið þá í litla bita. Fræhreinsið chili-aldinið og saxið það smátt. Saxið kóríanderlaufið. Þeytið saman límónusafa, olíu og salt, hellið yfir og blandið.
Leiðbeiningar borgari : Hitið grillið og penslið grindina e.t.v. með olíu. Setjið hakkið í skál. Rífið brauðið niður, setjið það í matvinnsluvél ásamt sítrónuberki, hvítlauk og kryddjurtum. Látið vélina ganga þar til allt er orðið að mylsnu. Blandið mylsnunni saman við hakkið, ásamt eggi, pipar og salti. Mótið 6-8 buff, um 1 1/2 cm á þykkt, úr hakkblöndunni og raðið þeim á grillið, beint yfir eldi. Grillið borgarana í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þeir eru gegnsteiktir. Grillið hamborgarabrauðin þar til þau eru rétt farin að brúnast á jöðrum. Berið borgarana fram á brauðunum ásamt salsa með lárperum og kóríander (sjá uppskrift) og sýrðum rjóma.