Túnfisksalat sem allir elska

  • 2 dósir af túnfiski
  • 2 msk Hellmanns mæjones (má líka nota sigtaða AB-mjólk eða sýrðan rjóma9
  • 1/2 salatlaukur
  • Sólþurrkaðir tómatar í olíu eftir smekk
  • 2 tsk sterk chilli sósa
  • 2 tsk amerískt sinnep
  • 4 litlar danskar súrar agúrkur, skornar smátt
  • Salt og pipar eftir smekk


Byrjið á því að taka túnfiskinn úr dósunum og hræra vel í honum með gaffli. Svo er lauknum, súru agúrkunum, sólþurrkuðu tómötunum, chilli tómatsósunni og sinnepinu blandað saman. Að síðustu er mæjonesinu bætt út í. Saltað og piprað eftir smekk.