Bolludagsbollur vatnsdeig

  • 175 gr smjörlíki
  • 175 gr hveiti
  • 1/2 lítri mjólk (vatn)
  • 1/4 tsk salt
  • 2 tsk sykur
  • 4-5 egg (eftir stærð)


Hitið mjólkina, sykurinn og smjörlíkið að suðu, setjið hveitið og saltið í, hrærið þar til degið losnar frá potti og sleif. Kælið degið og eggin látin í eitt í einu. Hrært vel á milli, degið sett á vel smurða plötu með skeið eða sprautað á með sprautupoka.
Baka í 30 mín við 175-190.c ekki má opna ofninn fyrstu 15 mínúturnar.