Sveppir með hvítlauk og kryddjurtum
- 250 gr. Flúðasveppir.
- 1-2 Hvítlauksgeirar.
- 1 msk. Ólífuolía.
- 1 tsk. Smjör.
- Nokkrar Timjangreinar.
- Nýmalaður pipar.
- Salt.
- 1 msk. Brandí (má sleppa).
- ½ Steinselja.
Sveppirnir skornir í Sneiðar, hvítlaukur og steinselja söxuð. Olía og smjör hitað á pönnu. Sveppir og hvítlaukur sett á pönnuna, timjan, pipar og salt stráð yfir. Látið krauma við meðalhita í 8-10 mín. Brandíinu hellt yfir og hrært stöðugt á meðan það gufar upp. Steinsseljuni stráð yfir.
Uppskriftin var aftan á miða á Flúðasveppa pakkningu.
You must be logged in to post a comment.