Daimostakaka
- 1 peli rjómi
- 1 rjómaostur
- Daimkurl
- 3/4pk LU kanilkex
- 100gr smjör
- 150gr suðusúkkulaði
- 2-3msk sýrður rjómi
Rjómaosturinn hrærður mjúkur, rjóminn þeyttur og blandað saman við. Daimkurlinu blandað útí. Kanilkexið mulið fínt og smjör sett saman við og þessu þrýst í botninn á formi. Rjómaostadaimblöndunni smurt yfir og jafnað út.
Súkkulaðið brætt og sýrði rjóminn hrærður útí. Þessu er smurt yfir rjómaostablönduna og látið stífna inní ísskáp.
Mjög gott að gera þetta deginum áður svo að daimið hafi “linast” aðeins í rjómaostablöndunni 🙂
You must be logged in to post a comment.