Berjasæla með mascarponekremi
- 1 dós mascarpone ostur
- 100 g flórsykur
- 1.-2. tsk vanilla
- 2 dl. Þeyttur rjómi
- 4 stk Toffie Crisp
- Bláber og fleiri berjategundir
Toffie Crisp saxað niður og sett í botn á eldföstu móti. Smávegis geymt til að dreifa yfir í lokin. Osti, flórsykri og vanillu hrært saman og rjóminn settur varlega út í. Ostakrem sett yfir súkkulaðilagið. Því næst er fullt af bláberjum dreift yfir. Einnig er gott að hafa önnur ber, s.s. jarðarber úr garðinum eða krækiber.
Þegar að ég geri þetta set ég oftast ofan á vínber, jarðarber, bláber og kiwi. Svo þar sem að ekki alltaf er til Toffie Crisp í búðinni nota ég lion bar og mamma hefur notað villikött og einhverja hrísbita blandað saman. Mér finnst þægilegast að nota töfrasprotann (skálina sem er með honum) til að saxa niður súkkulaðið.
You must be logged in to post a comment.