Einföld frönsk súkkulaðikaka

  • 4 egg
  • 2 dl sykur Þeytt vel saman
  • 200 gr. smjör
  • 200 gr. súkkulaði
  • 1dl hveiti

Krem:

  • 70 gr. smjör
  • 150 gr. súkkulaði
  • 2 msk síróp.


Egg og sykur þeytt vel saman , súkkulaði og smjör brætt og kælt smá og svo bætt rólega úti eggjablönduna. 1 dl hveiti hrært svo saman við , sett í form og bakað við 170° í 35 mín ca
Krem : allt brætt saman í potti og sett yfir kökuna heitt.