Ítalskar kjötbollur í pestótómatsósu

Kjötbollur:

 • 2 sneiðar gróft brauð
 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 10 cm bútur af kúrbít
 • 50 gr. sólþurrkaðir tómatar
 • 450 gr. nautahakk
 • 1 egg
 • 1 tsk salt
 • 250 gr. penne eða annað pasta
 • 15 gr. parmesanostur, nýrifinn

Pestótómatsósa:

 • 1 dós (400 gr.) tómatmauk eða saxaðir tómatar
 • 2 msk rautt pestó
 • 1 tsk ítölsk kryddjurtablanda
 • 1 tsk hunang
 • salt og pipar


Hitaðu ofninn í 200°c. Sett brauðið, laukinn og hvítlaukinn í matvinnslulvél og láttu ganga þar til komin er grófgerð mylsna.
Skerðu kúrbítinn og tómatana í bita, settu út í ásamt hakkinu og láttu vélina ganga áfram þar til allt er hakkað saman en ekki alveg slétt. Það má sleppa kúrbítnum, en hann gerir bollurnar mun safaríkari.
Hrærðu egginu saman við og kryddaðu með salti og pipar. Mótaðu fremur litlar bollur úr farsinu, raðaðu þeim á pappírsklædda bökunarplötu og bakaðu í 15-20 mínútur.
Sjóddu pastað á meðan þar til það er rétt tæplega meyrt. Láttu renna af því í sigti og hvolfdu því á fat. Dreifðu bollunum yfir, heltu sósunni yfir þær og rífðu dálítinn parmesanost yfir allt saman.
Sósan:
Settu allt í pott, hitaðu að suðu og hrærðu öðru hverju. Láttu malla í 4-5 mínútur. Smakkaðu og bragðbættu eftir smekk.
(Úr “Af bestu lyst 3”