Hreindýra eða nautagúllas veiðimannsins
- 2 gulrætur
- 1 stór rauðlaukur
- 5 hvítlauksrif
- 2 sellerísstangir
- ólívuolía
- 1000 gr af hreindýra eða nautagúllasi
- 3 lárviðarlauf
- 3 rósmaríngreinar
- villikraftur
- ein stór dót tómatpurré
- 3 dósir hakkaðir tómatar
- rauðvín
Grænmetið skortið smátt niður og steikt á pönnur í olívuolíu þar til mjúkt og gljáandi. Þá er 1000 gr af hreindýra eða nautagúllasi bætt saman við og brúnað að utan. Sett í stóran pott þá er 2 stórum glösum af rauðvíni bætt útí ásamt 3 dósum af tómötum og jafnmikið af vatni. Saltað og piprað.
Rósmarín, 3 lárviðarlauf, smávegis villikraftur og ein stór dós af tómatpuré einnig bætt saman við.
Hrært vel saman.
Suðunni leyft að koma upp og sjóða með lokið á í 2-3 klukkutíma.
Þá er lokið tekið af og sósan er soðin niður um helming. Þegar sósan er orðin þykk og fer að verða tilbúinn er hún smökkuð til og söltuð og pipruð eftir smekk.
Borið fram með hrísgrjónum , hvítlauksbrauði og fersku salati.
You must be logged in to post a comment.