Kaldur brauðréttur

  • 1 franskbrauð, tætt niður án skorpunnar
  • 3-4 msk mæjónes
  • 2-3 bréf skinka, söxuð niður
  • 250 gr rækjur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1 lítil dós ananaskurl
  • 3 harðsoðin egg (kurluð)
  • Vínber
  • Dill


1. Setjið brauð í eldfast mót
2. Hrærið saman sýrðan rjóma, mæjónes og ananaskurl og hellið yfir brauðið.
3. Setjið skinku ofan á blönduna, því næst egg og síðan rækjur.
4. Má skreyta með dilli og vínberjum sem eru skorin í tvennt.