Karrýrækjuréttur
- 500 gr rækjur
- 1 pakki hörpudiskur
- 1 dós sveppir
- 1-2 bréf Karrýhrísgrjón eða Golden rice
- 3-4 msk mæjónes
- 1 peli rjómi
1. Hrísgrjónin eru soðin eins og lýst er á pakkanum.
2. Hörpudiskurinn skorinn í bita.
3. Mæjónesið sett í skál og rækjunum, hörpudisknum, sveppunum og hrísgrjónunum blandað út í ásamt rjómanum.
4. Allt sett í eldfast mót og ostur yfir.
5. Bakið í ofni þar til osturinn hefur brúnast.
6. Borið fram með ristuðu brauði.
Athugið með hörpudiskinn að á honum er vöðvi sem þarf að taka af (hann er hvítari en hörpudiskurinn sjálfur og auðvelt að plokka hann af).
You must be logged in to post a comment.