Stóri Dímon
- 1 brauð
- Stórt skinkubréf
- 200 gr sveppir
- ½ dós aprikósur
- 1 ½ peli rjómi
- 1 Stóri Dímon
- Rifinn ostur
1. Osturinn er bræddur við vægan hita í rjómanum.
2. Sveppirnir steiktir í örlitlu smjöri.
3. Brauðið rifið niður í eldfast mót.
4. Aprikósurnar brytjaðar niður og settar yfir brauðið ásamt safanum af þeim.
5. Sveppir og skinka sett yfir og að lokum rifinn ostur og svo inn í ofn.
6. Hitað þar til rétturinn er vel heitur í gegn.
You must be logged in to post a comment.