Kaldur brauðréttur með rækjum og Camenbert
- ¾ af niðurskornu brauði
- 1 lítil dós mæjónes
- 1 dós sýrður rjómi
- 1 stór dós ananas í bitum
- 500 gr rækjur
- Sítrónupipar
- Camenbert ostur
- Vínber
- Paprika
1. Rífið brauðið niður án skorpunnar og setjið í skál.
2. Blandið saman mæjónesi, sýrðum rjóma, sítrónupipar, rækjum, ananassafa og -bitum.
3. Þessu er hellt yfir brauðið og skreytt með Camenbertosti sem skorinn hefur verið í bita, vínberjum og papriku.
Gott er að gera réttinn kvöldinu áður en á að borða hann.
You must be logged in to post a comment.