Hvítlauksostarúllur með pepperoni
- 2 st rúllutbrauð
- 300 gr sveppir
- 3 st hvítlauksgeirar
- 3 dl rjómi
- 200 gr rjómaostur
- 2 st hvítlauksostar
- 200 gr pepperoni
- ½ st blaðlaukur
- Majó
- Mozarellaostur
Brytja sveppi niður og steikja með pressuðum hvítlauk. Hella rjómanum saman við og láta suðuna koma upp, sjóðið aðeins niður og blandið rjómaosti og hvítlauksostunum saman við. Ath að eftir að osturinn er komin út í má rétturinn ekki sjóða. Skerið pepp í bita ásamt blaðlauk og blandið saman við . Smyrja á brauðin og rúlla upp. Að utanverðu smyrja með majó og setja ostinn yfir. Baka við 200 ° í 20 mín.
You must be logged in to post a comment.