Þúsundeyjabrauðterta

  • 1 flaska Þúsundeyjasósa
  • 2 dósir sýrður rjómi
  • 1 bréf skinka, smátt skorin
  • ½ dós maískorn
  • púrrulaukur, eftir smekk
  • 1 skorið brauðtertubrauð


1. Blandið Þúsundeyjasósu og sýrðum rjóma saman. Takið frá u.þ.b. 2/3 bolla til að smyrja á brauðtertuna í lokin.
2. Blandið öllu nema brauðinu saman í skál.
3. Smyrjið salati á milli brauðlaga og smyrjið brauðtertuna að lokum.
4. Skreytið að vild