Sterkur brauðréttur
- 1 brauð
- skinka
- paprika, gul, rauð og græn
- brokkólí
- piparostur
- pepperoníostur
- kaffirjómi
- rifinn ostur
Rífa brauð niður í eldfast mót, skera skinkuna og papriku í litla bita og stráið yfir. Hreinsa brokkólí og skera í bita og dreyfa yfir. Hita ostana og kaffirjóman og hellið yfir og látið svo ostinn yfir. Hitið í ofni þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með rifsberjahlaupi.
You must be logged in to post a comment.