Mexikóbrauðrúlla

  • 500 g mexikóostur
  • 5 dl rjómi
  • 450 g sveppir
  • 300 g sólþurrkaðir tómatar
  • 200 g pepperóní
  • 1 blaðlaukur
  • 1 rúllutertubrauð
  • mozzarella, rifinn
  • smá majones


Sneiðið pepperóníið, blaðlaukinn, sveppina og sólþurrkuðu tómatana í litla bita og setjið í pott ásamt ostinum og rjómanum. Látið hitna vel (passið að það sjóði ekki) og hrærið vel í þar til osturinn er bráðnaður. Smyrjið á rúllutertubrauðið, rúllið því upp og smyrjið síðan ofan á með majonesi. Stráið mozzarella yfir. Hitið í ofni við 170°C þar til osturinn er orðinn gylltur.