Mexíkó kaka

  • 4 tortillas hveiti kökur helst litlar (fer eftir forminu)
  • Skinka (5-10 sneiðar)
  • 1 dós mexík. sósa frá NewmanŽs (má vera ostasósa)
  • Hálf rauð paprika og hálf græn (eða heil rauð!)
  • Tortilla flögur (eins og þér finnst best)
  • Rifinn ostur í poka
  • 4 saxaðir tómatar settir ofaná til skrauts


Setja papriku, skinku, sósu saman í skál og hræra saman.
Fyrst á að setja eina köku í eldfast form (hringlaga helst!)
svo smá ost ofan á kökuna og svo sósujukkið og tortillaflögur (svona 10 flögur)
og svo næstu sneið af köku og allt eins nema þegar 4 kakan er komin
á þá fara tómatarnir einir efst.
skellt inni ofn í 20 min á 170° eða þar til ostur hefur bráðnað