Alvöru Amerískar súkkulaðibitakökur
- 3 og 1/3 bolli hveiti
- 1 1/2 tsk matarsódi
- 1 bolli sykur
- 1 bolli púðursykur
- 4 egg
- 2 tsk vanilludropar
- 4 bollar súkkulaðidropar (eða saxað suðusúkkulaði)
- 1 1/2 bolli bráðið smjör
Allt sett í skál í þessari röð.
Leyndarmálið er að hella bráðna smjörinu yfir súkkulaðið svo það bráðni aðeins.
Þetta er svo hrært og degið á að verða mjúkt og glansandi og losna frá skálinni.
Deigið er sett á bökunarplötu með skeið.
Bakist við 190° í 8-15 mínútur.
Viðbót:
Þessar kökur verða ekki mjúkar eftir bakstur.
3 thoughts on “Alvöru Amerískar súkkulaðibitakökur”
You must be logged in to post a comment.
Á að setja deigið með teskið á bökunarplötu eða hvað? Spyr sá sem veit ekki:)
Já það er víst best 🙂
Eru þessar smákökur harðar eða mjúkar eftir bakstur?