Oreo-ostakaka

  • 1 bolli flórsykur
  • 200 gr rjómaostur
  • 1 bolli nýmjólk
  • 1 pakki Royal vanillubúðingur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 peli rjómi
  • 24 Oreokexkökur


Byrjið á að hræra saman 1 bolla flórsykri og 200 gr rjómaosti.
Hrærið saman í annarri skál 1 bolla nýmjólk, 1 pakka Royal vanillubúðing og 1 tsk af vanilludropum.
Þeytið einn pela rjóma og blandið svo bæði flórsykursblöndunni og búðingnum saman við rjómann.
Myljið 24 Oreokexkökur mjög vel (alveg í duft).
Skiptist svo á að setja í form hvítt mauk og kexduftið. Byrjið á því hvíta og endið á því dökka, ca. 2-3 lög af hvoru.