Snickersostakaka með bláberjum

  • 8-10 heilhveitikexkökur (Haustkex)
  • 75 gr smjör
  • 2 msk sykur
  • 2 Snickersstykki
  • 250 gr mascarponeostur, mjúkur
  • 200 gr sýrður rjómi (36%)
  • 4 msk flórsykur, eða eftir smekk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 250 gr bláber


Ofninn hitaður í 180°C.
Kexkökurnar muldar fínt, gjarnan í matvinnsluvél, og smjöri og sykri hrært saman við. Blöndunni hellt í bökuform eða kringlótt, eldfast mót og þrýst niður á botninn og dálítið upp með börmunum. Sett í ofninn og bakað í 8-10 mínútur, eða þar til bökuskelin er svolítið byrjuð að taka lit en ekki farin að brenna. Tekin út og látin kólna.
Snickersstykkin skorin í fremur litla bita.
Osturinn og sýrði rjóminn hrærður með flórsykri og vanilludropum og síðan er Snickersbitunum hrært saman við. Hellt í bökuskelina og jafnað. Berjunum dreift yfir. Kælt vel.