Gamaldags grænkaka

  • 250 g hveiti
  • 250 g smjörlíki
  • 250 g sykur
  • 2 egg
  • 1 tsk lyftiduft
  • (má sleppa) 1 msk grænn matarlitur
  • rúmlega 1 tsk möndludropar
  • 2 dl sjóðandi vatn

Krem:

  • ca. einn vel fullur bolli flórsykur
  • 1 skeið kakó
  • heitt vatn


Hrærið smjörlíkið þangað til það verður lint, látið sykur saman við og hrærið vel. Setjið eggin út í eitt í einu og hrærið vel á milli. Setjið matarlit og möndludropa út i deigið, hafið frekar sterkan möndlukeim. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, setjið heitt vatn og þurrefni (þ.e.a.s hveitið og lyftiduftið) til skiptis út í deigið. Blandið saman með sleikju eða stillið hrærivél á lægst hraða. Aðgætið hvort möndlubragðið er nógu ríkjandi. Setjið deigið í velsmurt (hveitistráð) hringform og bakið við ofnhita 180° í u.þ.b 45 mínútur.