Twix-ostakaka
Botn:
- 450 gr Twix (16 stangir)
Fylling:
- 5 dl rjómi
- 500 gr rjómaostur
- 2 msk flórsykur
- 200 gr brætt súkkulaði
- 5 matarlímsblöð
- 1 dl súkkulaðirjómalíkjör eða kakólíkjör
Matarlímsblöð eru lögð í bleyti í 5 mínútur í kalt vatn.
Hitið líkjör og bræðið matarlímsblöðin í honum.
Þeytið saman rjómaost og flórsykur. Hellið bræddu súkkulaði saman við ásamt líkjörnum.
Léttþeytið rjóma og hrærið varlega við með sleif. Hellið yfir botninn.
Kælið og látið stífna.
Má skreyta að vild.
You must be logged in to post a comment.