Daim Sælubitar

  • 150 gr smjör
  • 4 msk síróp
  • 2 msk kaffi rjómi
  • 200 gr marabou crisp súkkulaði
  • 100 gr daim kúlur
  • 100 gr hafrakex
  • kókósmjöl (má sleppa)


Bræðið smjörið í potti ogsetjið sírópið og rjómann út í.
Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og sjóðið við meðalhita í 5 mínútur.
Takið pottinn af hellunni og brytjið súkkulaðið út í.
Hrærið á meðan súkkulaðið bráðnar.
Látið mesta hitann rjúka úr blöndunni eða þar til hún er ylvolg.
Bætið þá daim kúlunum út í.
Myljið hafrakexið og blandið því saman við, hrærið vel og hellið blöndunni í ferkantað álform.
Stráið kókósmjöli yfir(ef það er notað) og látið formið standa í 1-2 klukkustundir í kæli eða þar til blandan harðnar. Skerið þá í bita og geymið í lokuðu íláti í kæli 🙂