Teistubollur
- Teistubringur
- speltmjöl
- kóriander
- svartur pipar
- sjávarsalt
- rjómi
Kjötið er hakkað og sett í skál. Mjölinu og kryddinu er blandað saman við. Þá er rjómanum hellt út í þar til úr er mátulega þykkt deig. Búnar eru til litlar bollur og þær steiktar í olíu á pönnu þar til þær eru orðnar fallega brúnar. Hellið þá vatni á pönnuna og sjóðið í u.þ.b. 10 – 15 mínútur.
Þessa uppskrift fann ég á hlunnindasýningu í Reykhólasveit.
Ég reikna með að það sé hægt að nota hvaða svartfugl sem er í þetta sé teista ekki við höndina.
Fuglar af svartfuglsætt
- Álka
- Langvía
- Stuttnefja
- Lundi
- Teista
- Haftyrðill
You must be logged in to post a comment.