Lundi í hátíðarbúningi

Lundinn er borðaður ýmist heitur eða kaldur.

  • 2-3 lundar á hverja persónu
  • mjólk
  • salt og pipar
  • 1/2 pk.sveskjur
  • maltöl 1/2 lítri
  • rjómi
  • Smjörlíki
  • Kjötkraftur
  • ripsberjahlaup

Leggið lundana í mjólkurbleyti í u.þ.b.1/2-1 sólarhring fyrir matreiðslu. Þerrið lundann og snöggsteikið í smjörlíki og kryddið með salti og pipar.
Setjið 1 sveskju fyrir hvern lunda og setjið með í pottinn.Hellið vatni og maltölinu yfir svo vel fljóti. Sjóðið lundann í 120 mín. Hellið rjómanum út í.
Sjóðið í 30 mín. í viðbót.
Lundasósa
Bræðið 150 gr.smjörlíki í potti og hrærið hveiti saman við svo úr verði bolla.Hellið hluta af soðinu yfir hveitibolluna og bakið upp við vægan hita. Kryddið með kjötkrafti,salti og pipar. Rjómi ef vill til að mýkja sósuna.
Borið fram með niðursoðnum perum, ripsberjahlaupi, grænum baunum, lundasósu, og “jóla”öli.


Þessa skemtilegu uppskrift fann ég á þessari lundasíðu.
Ansi hreint gæti ég trúað að þetta sé verulega gott.