Ítalskar kjötbollur

Fyrir ca 4 fullorðna.

  • 700 gt nautahakk
  • 2-3 mtsk rasp eða hveiti
  • ca 7 mtsk rifinn parmasean ostur
  • 3 cm af rauðu chili smátt skorið
  • rifinn sítrónubörkur af ca hálfri sítrónu ( smátt rifið)
  • 5-6 mtsk smátt skorin fersk steinselja
  • 2 egg
  • Stór dós Hunts pasta sósa
  • salt og pipar


Blanda þessu öllu vel saman í skál , búa svo til litlar bollur og steikja í olíu á pönnu í ca 10 mín ( steikja vel á öllum hliðum) . Svo setti ég útá pönnuna á bollurnar eina stóra dós af Hunts pasta sósu með garlic og lauk ( má að sjálfsögðu nota hvaða sósu sem er eða gera sína eigin). Láta það malla smá og setja svo slatta af soðnu spagettí útá hræra saman og bera fram. Hafa svo bara ferskt salat með og rifinn parmasean ost til að setja oná. Þetta er alveg geggjað gott 🙂 og hlutföllin eru ekkert heilög