Grísalundir með gráðostasósu
- 1 grísalund, skorin í ca 10 cm bita/steikur
- 1 gráðostur
- 1 peli rjómi
- 1 msk balsamico edik
- 1 skallottulaukur, saxaður
- smjör
Laukurinn saxaður og léttsteiktur í smá smjöri, ediki bætt útí og látið sjóða aðeins niður. Þá er rjómanum bætt saman við og gráðosturinn mulinn útí. Látið sjóða í ca 4 mínútur.
Lundin er skorin og steikt á pönnu við háan hita, þegar hún er orðin gullinbrún er lækkað í lágan hita og lok sett á pönnuna, og látið steikjast í ca 10 mínútur eða þar til hún er tilbúin. Hægt er að tékka á því með hitamæli og á hitinn að vera um 70°C í miðju stykkinu en annars er bara að skera aðeins í þykkasta bitann og sjá hvort að liturinn á vökvanum sem kemur úr því er glær ef hann er það er það tilbúið ef hann hefur lit er hann ekki tilbúinn.
kokkfood.blogspot.com
You must be logged in to post a comment.