Kryddaðar hafrakökur
- 185 gr. smjör
- 155 gr. Dökkur púðursykur
- nokkrir vanilludropar
- 1 egg
- 60 gr sjálflyftandi hveiti
- saltklípa
- 1/2 tsk. natrón
- 3 tsk kanill
- 250 gr gróft haframjöl (valsaðir hafrar)
- Flórsykur (til að sigta yfir)
Forhitið ofninn í 180 °c. Smyrjið nokkrar ofnplötur. Kremhrærið smjörið og sykurinn í skál.
Hrærið vanilludropum út í eftir smekk ásamt egginu. Sigtið hveiti, salt, natrón og kanil í skálina og blandið með sleif. Bætið haframjölinu í og blandið með höndunum í mjúkt deig. Fletjið deigið 5mm þykkt á mjölbornu borði og skerið út kökur. Bakið í ofninum í 25-30 mínútur þar til kökurnar ljósbrúnast. látið þær síðan kólna alveg og stráið svo ögn af flórsykri yfir.
You must be logged in to post a comment.