Kjúklingaréttur frá Afríku

  • 6 kjúklingabringur
  • 2 msk matarolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 ½ tsk salt
  • 1 ½ bolli smátt saxaður laukur
  • 6 – 8 tsk cummin (ekki kúmenduft heldur skrifað cummin)
  • ½ tsk paprikuduft
  • ½ tsk kanill
  • 1 ½ tsk lárviðarlauf (má sleppa)

Sósuhluti réttar:
Innihald:

  • 2 dósir niðursoðnir tómatar (nota bara safann úr annarri)
  • 5 – 6 msk soja sósa
  • 2 tsk edik

Þekjan á réttinn:
Innihald:

  • 4 msk kókosmjöl (má vera bæði fínt eða gróft)
  • 1 ½ banani (niðursneiddur)
  • 2 paprikur, ein rauð og önnur græn skorin í strimla
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 ½ dós hrein jógúrt


Aðferð:
• Bringurnar eru hlutaðar niður í c.a. 20 – 30 bita það er c.a. 5 bitar úr hverri bringu.
• Laukur og hvítlaukur smátt saxaðir og steiktir á pönnu við vægan hita í olíunni.
• Þegar búið er að mýkja laukinn ekki brúna er öllu kryddinu blandað útí og blandan þurrsteikt. Þessi blanda er svo sett í skál og kæld.
• Því næst á að hræra 4 msk af olíu saman við 2 msk af púðursykri og því blandað saman við lauk og kryddblönduna.
• Kjúklingabitarnir sem eru ósteiktir eru settir útí blönduna og þeir látnir standa í henni í c.a. 20 mínútur.
• Kjúkklingabitarnir eru því næst steiktir við vægan hita á pönnu þar til þeir hafa náð brúnum gljáa. Muna að steikja vel.
• Síðan setur maður alla laukblönduna úr skálinni á pönnuna með og lætur steikjast með í lokin.
Sósuhluti :
• Tómatarnir í dósinni skornir þ.e. ef þeir eru ekki maukaðir eða skornir í dósinni.
• Vökvanum og tómatabitunum hellt yfir kjúklingabitana á pönnunni ásamt kryddinu, sojasósunni og edikinu.
• Látið sjóða í 20 – 30 mínútur.
• Jógúrtinni er hellt útí þegar búið er að sjóða réttinn í 20 – 30 mínútur.
• Sett í eldfast mót og þekjan borin á og hitað í ofni í c.a. 10 mínútur í 180° heitum ofni.
Þekjuhluti :
Aðferð:
• Kókosmjölið er þurrsteikt á pönnu þar til það hefur náð gullnum lit.
• Banani sneiddur niður og paprika skorin í strimla.
• Þessu þrennu er blandað saman og hellt yfir réttinn.
Borið fram með kældu hvítvíni, nanbrauði, hrísgrjónum og fersku salati með niðurbrytjuðum döðlum. Ekki er verra að bera smá mango chutney sultu fram með þessu.