Tikka Masala kjúlli ( holl útgáfa )

Fyrir 4

  • 700 gr kjúlli skorin í bita

Marinering :

  • 4 dl létt ab mjólk
  • 4 msk sítrónusafi
  • 4 tsk cumin
  • 4 tsk cayenne pipar
  • 4 tsk svartur pipar
  • 2 tsk kanill
  • 2 tsk salt
  • ca 4 cm bútur engifer rifinn eða maukaður

Sósa :

  • 2 tsk olía
  • 2-4 hvítlauksgeirar
  • 2 st grænn pipar
  • ferskur kóríander
  • 2 tsk cumin
  • 2 tsk paprikuduft
  • 2 tsk garam masala
  • 1 tsk salt
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar hakkaðir
  • 100 gr grísk jógúrt eða eftir smekk


Leggja kjúkling í marineringu í amk klst, jafnvel betra yfir nótt. 
Veiða kjúklinginn uppúr marineringunni og baka í ofni í eldföstu við 200° í 25 mín. (marineringunni er hent).
Mauka tómatana með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Fræhreinsa piparinn og hakka með hvítlauknum, steikja pipar-hvítlauksjukkið síðan í 1 mín upp úr olíu á pönnu og bæta síðan kryddum og tómötum útá. Láta sósuna malla í 15 mín. Bæta kjúkling útá og hræra grískri jógúrt útí í lokin.