Rabbabarasulta með ætihvönn

  • 1 kg rabbabari
  • 600 gr ætihvönn
  • 400 gr. Hrásykur


Ætihvönnin er þeirrar náttúru gædd að þegar maður sultar hana með rabbabara þarf maður að nota minni sykur en ella. Ætihvönnin gefur líka frá sér sætt bragð við suðu.
Sjóðið saman í potti í klukkustund, alls ekki lengur. Kælið og setjið á krukkur. Vegna minna sykurmagns geymist hún ekki mjög lengi.