Steinbítur í brúnni sósu

  • Tvö flök meðalstór
  • Einn stór laukur
  • Fiskikraftur og súputeningar
  • Salt
  • pipar
  • sósulitur
  • Íslenskt smjör
  • Hveiti


Flökin roðlaus skorinn í hæfileg stykki og laukurinn skorinn í skífur. Fiskinum velt upp úr hveiti, hann settur á vel heita pönnuna með bræddri smjörklípu. Kryddað með salti og pipar, betra að hafa ljósan. Stykkjunum snúið við og laukurinn settur á pönnuna.Látið malla í góða stund.Vatni hellt á pönnuna, krafti og teningum bætt í látið malla í 5 mín Sósan þykkt með hveiti, sósulit bætt í. Sósan smökkuð og krafti bætt í eftir smekk.