Ofnbakaður fiskur með karrý og kókos

  • 1 kg. Fiskflök
  • 1 stk. Rauðlaukur
  • 3-4 stk. Gulrætur
  • 1 stk. Paprika rauð
  • 6-8 stk. Sveppir
  • ½ ds. Kókosmjólk
  • ½ stk. Sítróna
  • 2 msk. Kókosmjöl
  • 1œ tsk. Karrý
  • Salt og pipar
  • Ostur
  • Ólífuolía


Smyrjið olíunni í eldfast fat. Roð og beinhreinsið fiskinn, skerið í bita og raðið í fatið. Dreypið sítrónusafa yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar. Grænmetið saxað fremur gróft og stráð yfir fiskinn. Karrýinu hrært í kókosmjólkina og hellt yfir fatið. Rífið vel af osti yfir og að lokum er kókosmjöli stráð yfir ostinn. Bakið í ofni við 180° hita í u.þ.b. 30 mín.