Glóðaður lax með hnetum

  • 800 g laxaflök
  • matarolía
  • 1 msk mangómauk
  • 2-3 msk sítrónusafi
  • 2 tsk paprikuduft
  • ½ tsk svartur pipar
  • ½ tsk salt
  • 3 msk pistasíuhnetur


1. Penslið laxaflökin með matarolíu og leggið í grillklemmu.
2. Blandið saman mangómauki, sítrónusafa, paprikudufti, salti og pipar.
3. Smyrjið kryddblöndunni á flökin, stráið grófsöxuðum pistasíuhnetum yfir og glóðið í 10 – 15 mínútur.
Gott að hafa bakaðar kartöflur og grænmeti á grillteini með.