Silungur

  • 1 dl hnetur, pistasíuhnetur
  • 1 tsk pipar svartur
  • 700 gr silungur, vatnableikja
  • 1 dl koriander
  • 1 stk lime
  • 1 tsk salt
  • 4 msk mango-chutney

  1. Hitið ofnin í 180°C.
  2. Setjið silungsflökin í eldfast mót, dreypið safanum úr límónunni og kryddið með salt og pipar.
  3. Smyrjið mangó-chutney jafnt yfir flökin og stráið því næst hnetunum yfir.
  4. Bakið í 10-15 mín.
  5. Saxið kóríander niður og stráið yfir.

Berið fram með kúskús og fersku salati.