Rifsberjahlaup

  • 1 kg rifsber
  • 1 kg sykur
  • 1 dl vatn


Berin eru týnd þegar þau eru vel þroskuð en gott er að láta óþroskuð ber fylgja með sem og stilka og laufblöð.
Berin eru skoluð og sett í pott með stilkum og laufblöðum. 1 dl af vatni er bætt í fyrir hvert kílo af berjum. Þetta er látið sjóða við hægan hita þar til það verður að mauki.
1 kg af sykri er bætt í fyrir hvert kíló af berjum. Allt hrært vel saman og suðan látin koma upp aftur. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið er síðan sigtað og stilkarnir og laufið skilið frá. Hlaupið sett strax í litlar hreinar glerkrukkur. Geymist í ísskáp eða öðrum köldum stað.