Hjartakökur með marsípani
- 60 g súkkulaði
- 1 1/4 dl vatn
- 2 msk kakóduft
- 100 g smjör, mjúkt
- 70 g púðusykur
- 130 g sykur
- 2 egg
- 100 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
Ofaná:
- 250 g hrámarsípan
- 2 msk Ribena Sólberjasafi
- 3-4 msk flórsykur
- Rauður matarlitur
Hitið ofninn í 175° C. Brjótið súkkulaðið í skál, sjóðið vatnið og hellið því yfir súkkulaðið. Hrærið vel í þar til súkkulaðið er uppleyst og bætið kakódufti útí. Hrærið smjör, púðusykur og sykur vel saman í annari skál. Bætið eggjunum út í og hrærið því næst hveiti og lyftiduft saman við. Hellið súkkulaðiblöndunni út í og blandið vel saman. Hellið deiginu í form, 20 x 30 cm, og bakið í 25 mín. Látið kólna örlítið og stingið út hjörtu með smákökuformi.
Ofan á:
Hnoðið marsípanið með Ribena og flórsykri. Bætið örlitlu af rauðum matarlit út í og hnoðið vel saman. Takið 1 1/3 hluta af deginu frá og litið hann með örlítið meiri matarlit (hugsanlega þarf að bæta við meiri flórsykri). Fletjið út báðar marsípantegundirnar og stingið út mismunandi stór hjörtu. Leggið marsípanhjörtun ofaná kökurnar.
You must be logged in to post a comment.