Auðveld eplabaka (Tarte tatin)

  • 4 epli
  • 100 g sykur
  • 30 g smjör
  • 1-2 plötur smjördeig


Gerið karmellu á pönnu úr sykri og smjöri. Pannan þarf að þola að fara í ofn. Afhýðið eplin, sneiðið niður og raðið þeim í karamelluna. Leggið deigið yfir og pikkið með hníf. Bakið í ofni við 160°C í 30 mín. Hvolfið úr pönnunni og bakan er tilbúin.