Afrískur kjúklingur

Kjúklingur:

  • 1 msk púðusykur
  • ½ tsk paprikuduft
  • ½ tsk salt
  • 1 ½ stk Hhvítlauksrif
  • 1 stk laukur,hrár
  • 2 ½ tsk karrý Madras
  • 400 gr Kjúklingabringur, án skinns
  • ½ tsk kanill
  • 3 msk matarolía
  • 1 tsk krydd, cumin

Ofan á:

  • ½ stk bananar
  • 1 stk Ananas, sneið
  • 2 msk kókosmjöl
  • 0.125 stk paprika, græn
  • 0.125 stk paprika, rauð

Sósa:

  • 3 msk sojasósa
  • 200 gr tómatar, niðursoðnir
  • ½ tsk salt borðsalt
  • 180 gr jógúrt hreint
  • 1 tsk edik
  • ½ tsk pipar svartur


Aðferð:
Kjúklingur:
Mýkið hvítlauk og lauk í olíu. Blandið þurra kryddinu saman við og hitið vel með lauknum í u.þ.b. 1 mín á góðum hita.
Blandið 4 msk. olíu og 2 msk. púðursykri vel saman við. Látið í skál eða djúpt fat og kælið aðeins.
Skerið kjúklingabringurnar í strimla.
Léttsteikið þær á pönnu (ekki gegnelda)
Blandið kjúklingunum saman við kryddblönduna og látið bíða í 20 mín. eða lengur.
Sósa:
Blandið öllu saman í pott þ.e. kjúklingnum og öllu sem á að fara í sósuna nema jógúrtinni
Sjóðið í 15 mín. eftir að suðan kemur upp.
Látið jógúrtina sjóða með síðustu mínúturnar. Gæta að hún sjóði ekki of lengi.
Ofan á:
Þurrsteikið kókósmjölið, sneiðið bananann og bætið út í kókósmjölið ásamt paprikuræmunum.
Skerið ananasinn í litla bita.
Berið fram í fallegu djúpu fati og látið kókósblönduna og ananasinn yfir réttinn fyrir framreiðslu.