Austurlenskur hakkréttur
- 500 g nautahakk
- 4 hvítlauksrif
- 1 laukur
- 3 cm bútur ferskt engifer
- ½ paprika
- 2 gulrætur
- ½ hluti kínakál eða hvítkál
- 2 msk sæt chillisósa
- 8 msk soyasósa
- 4 dl vatn
- 3 tsk grænmetiskraftur
- 1 tsk salt
Merjið hvítlaukinn í pressu og setjið í skál.
Skerið engiferrótina í mjög litla bita og bætið í skálina með hvítlauknum.
Skerið paprikuna í litla bita og setjið í skál.
Skerið laukinn í strimla og setjið í skál.
Hreinsið gulrótina og setjið í skál með lauknum.
Skolið og grófsaxið kínakálið og setjið í skál.
Mælið sósur, vatn,kraft og salt í skál og hafið tilbúið.
Hitið pönnu og brúnið hakkið.
Bætið hvítlauk og engifer á pönnuna og hrærið vel.
Bætið lauknum og gulrótinni á pönnuna og hrærið áfram.
Setjið kínakálið,paprikuna,sósurnar og allt kryddið á pönnuna og hrærið vel.
Látið sjóða við mjög vægan hita í 5 mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum.
You must be logged in to post a comment.