Laxapaté með graslauk

  • 300 gr reyktur lax
  • 100 gr bráðið smjör
  • 300 gr sýrður rjómi
  • 2 blöð matarlím
  • salt og pipar
  • 1 dl graslaukur


Skerið laxinn í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt brædda smjörinu og maukið þar til blandan verður létt. Bætið sýrða rjómanum saman við og hrærið áfram stutta stund. Bleytið matarlímið í köldu vatni og leysið það síðan upp í tveimur matskeiðum af sjóðandi vatni. Bætið matarlíminu út í laxablönduna í smá skömmtum þannig að allt blandist vel saman. Kryddið með salti og pipar bætið graslauknum saman við. Hellið blöndunni í form og látið standa í ísskáp yfir nótt.