Appelsínu önd

  • Rifinn börkur af 1 appelsínu
  • 3 msk. Appelsínumarmelaði
  • 1 msk. Hunang
  • Salt og pipar
  • 5 dl. Andasoð
  • 2 msk.sykur
  • 1 stk.appelsína
  • ½ dl. Appelsínuþykkni
  • 1 dl. Rauðvín
  • Ögn kjötkraftur
  • Sósujafnari
  • 2 msk. Kalt smjör


Aðferð:
Þerrið endurnar vel og kryddið að utan með salti og pipar.
Setjið á grind og ofnsteikið við 150°c í 60 mín. Hafið vatn í skúffunni undir öndunum.
Blandið saman rifna berkinum,marmelaðinu og hunanginu.
Penslið endurnar með blöndunni, hækkið ofnhitan í 200°c og steikið í 10-15 mín. í viðbót eða þar til hamurinn verður stökkur.
Sósan:
Brúnið sykurinn í potti. Skerið appelsínuna gróft niður og setjið út í brúnaðan sykurinn og hrærið í með sleif. Hellið rauðvíninu og appelsínuþykkninu út í og látið malla við vægan hita í 5 mín. Sigtið í annan pott . Bætið soðinu í og þykkið með sósujafnaranum.Bragðbætið með salti og pipar.Litið með ögn sósulit.Rétt áður en sósan er borin fram er köldu smjörinu hrært út í sósuna, hún má ekki sjóða eftir það.